Skip to main content

Til að vefurinn virki rétt eru notaðar vafrakökur. Hægt er að velja að slökkva á vafrakökum. Á hinn bóginn er hægt að eyða kökunum hvenær sem er.

Um vafrakökur

Vafrakaka er lítil gagnaskrá sem  komið er fyrir í tölvu eða öðru snjalltæki þess sem heimsækir vefinn. Vafrakökur eru notaðar til að virkja tæknilegar lausnir vefsins. Að auki eru vafrakökur notaðar til að safna upplýsingum um notendaupplifun, ef viðkomandi samþykkir slíkt. Þessar upplýsingar eru ópersónugreinanlegar en auðveldar endurbætur á vefnum og til að efla þjónustu.   Til eru mismunandi gerðir af vafrakökum:

 • Vefkökur frá fyrsta aðila  koma frá sama léni og vefsíðan sem notandi er að heimsækja, og aðeins sú vefsíða getur lesið þær. Vefsíða gæti notað vefkökur fyrsta aðila frá utanaðkomandi þjónustu, til að greina hvernig fólk notar viðkomandi síðu, eins og t.d. Europa Analytics (sjá hér að neðan).
 • Vafrakökur frá þriðja aðila eru vafrakökur sem koma frá öðrum lénum en síðunni sem notandi heimsækir, og eru því utan þess sem viðkomandi vefur hefur stjórn á.
 • Lotukökur eru vistaðar tímabundið í vafranum sem viðkomandi notar,  til að hægt sé   að fylgjast með notkun. Þannig er notandinn ekki skilgreindur sem nýr notandi í hvert skipti sem farið er milli síða, í þeirri lotu sem stendur yfir. Lotukökum er eytt sjálfkrafa þegar heimsókn í hverri lotu lýkur.
 • Varanlegar kökur eru vistaðar lengur í tölvu notandans og þeim er ekki eytt sjálfkrafa þegar vafranum er lokað.

Frekari upplýsingar um mismunandi gerðir af vafrakökum: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins: Vafrakökur.

Europa Analytics og vafrakökur sem kerfið notar

Europa Analytics er vefþjónusta sem fylgist með notendaupplifun á þessum vef. Upplýsingarnar eru nýttar til að meta virkni og skilvirkni vefsins.

Europa Analytics fylgist með vefsetrum stofnana Evrópusambandsins. Kerfið notar vafrakökur frá fyrsta aðila til að safna gögnum.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur yfirráð yfir gögnunum sem safnað er með þessum hætti og eru þau varðveitt á netþjónum framkvæmdastjórnarinnar.

Europa Analytics er opið tölvuumhverfi til greiningar, og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stýrir. Þetta tölvuumhverfi tryggir vernd persónuupplýsinga notenda, með ferli sem afmáir auðkenni IP-talna.

Samþykki

Europa Analytics skráir notendaupplifun með vafrakökum séu þær virkar þegar síða er opnuð.

Þegar vefsetrið er opnað birtist borði með möguleikum á að samþykkja annað hvort allar vafrakökur eða aðeins nauðsynlegar vafrakökur.

 • Séu aðeins nauðsynlegar vafrakökur samþykktar, virkjast Europa Analytics ekki.
 • Ef allar vafrakökur eru samþykktar, virkjast Europa Analytics.
 • Ef ekkert er valið en haldið áfram að vafra um vefinn eru allar vafrakökur virkjaðar sjálfkrafa.

Notendaupplifun verður ekki lakari þótt valið sé að leyfa aðeins nauðsynlegar vafrakökur. Hægt er að afturkalla eða veita síðar samþykki fyrir því að vafrakökur verði virkjaðar.

Hægt er að stýra kjörstillingum fyrir vafrakökur frá Europa Analytics, á sérstakri síðu hjá Europa Analytics.

'Ekki rekja' valmöguleikinn

'Ekki rekja' er vafraaðgerð sem kemur í veg fyrir að vefsíður reki ferðir gesta. Hafi valkosturinn 'ekki rekja' verið valinn í vafranum mun Europa Analytics ekki vinna upplýsingar um notendaupplifun á þessum vef.

Nokkrir vafrar hafa valkostinn 'ekki rekja':

Gagnavernd

Europa Analytics notar vafrakökur til að rekja eftirfarandi upplýsingar um gesti:

 • IP-tala (afmáð)
 • Staðsetning (land, svæði, borg, áætluð breiddar- og lengdargráða)
 • Dagsetning og tími heimsóknar
 • Heiti síðunnar sem verið er að skoða
 • Vefslóð síðunnar sem verið er að skoða
 • Vefslóð síðunnar sem var skoðuð næst á undan
 • Skjáupplausn í tæki notandans
 • Tímasetning staðartíma gestsins
 • Skrár sem smellt er á og hlaðið niður
 • Tenglar á annan vef sem smellt var á
 • Tíminn sem það tekur netþjóninn að hafa vefsíður til reiðu og hlaðast niður fyrir gestinn
 • Aðaltungumál vafrans sem verið er að nota
 • Vafraútgáfa
 • Vafratengingar
 • Gerð stýrikerfis
 • Auðkenni tækis
 • Tungumál heimsóttu síðunnar
 • Gögn um auglýsingaherferðir
 • Upplýsingar um vefleit
 • Tilvik

Þessar upplýsingar eru nýttar til að útbúa ópersónugreinanlega samantekt um notkunarferli gesta. Til að auka nákvæmni þessara samantekta geymir vafrakaka fyrsta aðila eftirfarandi upplýsingar af vefnum, teknar saman af Europa Analytics:

 • Einkvæmt slembiauðkenni notanda
 • Tímasetning fyrstu heimsóknar viðkomandi gests
 • Fjöldi heimsókna viðkomandi gests
 • Tímasetning næstu heimsóknar á undan þeirri sem stendur yfir

Europa Analytics myndar varanlegar vafrakökur samkvæmt slembiauðkenni, sem gerir kerfinu kleift að þekkja notanda þegar hann heimsækir síðuna aftur. Þessar vafrakökur eru með 13 mánaða fyrningardagsetningu, eftir það eyðast þær sjálfkrafa úr tæki notandans. Kerfið nýtir einnig lotukökur að einhverju leyti.

How useful was this page?:
No votes yet
"Please do not include any personal data, such as your name or contact details. If you do, you consent to the processing of that data in accordance with EMA’s Privacy Statement concerning requests for information or access to documents. If you would like a reply from EMA, please Send a question to EMA instead."